LastSwab Beauty PRO

Endurnýtanlegur, sjálfbær og hreinlegur staðgengill bómullarpinna sem nýtist einstaklega vel til að laga smágalla í förðun.

Þrjár til sex daga afhending

Við fjarlægjum 1 kg af
plastúrgangi
frá strandsvæðum fyrir hverja pöntun

Vandamálið við einnota pinna

Hví að nota LastSwab?

  • Björgum lífríki sjávar

    LastSwab hjálpar okkur að draga úr plastmengun í hafinu okkar og verndar sjávardýr frá skaðlegum úrgangi.

  • Berjumst gegn úrgangslosun

    Notkun á LastSwab kemur í veg fyrir að þúsundir einnota bómullar pinna endi í landfyllingu og skiptir sköpum í úrgangslosun

  • Varðveitum Auðlindir

    Að velja LastSwab sparar vatn, orku og hráefni sem þarfnast til framleiðslu á einnota bómullarpinnum

  • Gakktu til liðs við umhverfishreyfinguna

    Með því að kjósa LastSwab gengur þú til liðs við alþjóðlegt hreyfiafl sem er skuldbundið sjálfbærni og hefur sameiginleg jákvæð áhrif á umhverfið.

Hvernig á að nota?

Einfalt að nota & Einfalt að þrífa

Skref 1. Geymdann

Alltaf geyma pinnann í hylkinu sínu til að tryggja lengri endingu. Taktu hann með þér eða geymdu á baðherberginu.

Skref 2. Notaðann

Taktu pinnann úr hulstrinu og notaðu hann. Hreinsaðu eyrun, aðskildu augnhárin, berðu á krem eða hvernig sem þú notar pinnana venjulega.

Skref 3. Þrífðann

Hreinsaðu oddana með sápu og vatni. Notaðu sápu og vatn eða sótthreinsi til að þrífa hulstrið.

Skref 4. Smelltu

Smelltu honum aftur í hulstrið og geymdu örugglega. Pinninn þornar í hulstrinu.

Fótspor

2 Skrefum Nær Bjartari og Hreinni Framtíð

Staðreyndir um Fótspor

Lífsferill vöru er staðfestur af þriðja aðila
  • LastSwab er 8.3 X betri fyrir umhverfið**
  • Dregur úr kolefnisspori (CO2) um 83%
  • Dregur úr vatnsnotkun um 92%
  • Dregur úr orkuþörf um 80%
  • Eftir 35 skipti, ert þú kolefnishlutlaus

*Samanborið við einnota pinna
**Með sjónarmiðum allra 22 umhverfisflokkanna

Hugsaðu um hulstrið

Hylkið er framleitt úr endurheimtu Sjávarplasti sem er sterkbyggt og endist í um það bil 5 ár.

Hvernig skal gefa hulstrinu langlífi:

1. Haltu hulstrinu og skiptu einungis um LastSwab með LastSwab Refill.

2. Haltu hulstrinu fjarri beinu sólarljósi.

3. Passaðu að nota ekki of mikið vatn við þrif á hulstrinu - sótthreinsaðu frekar.

Eftir langt og hamingjusamt líf, getur hulstrið verið endurunnið ásamt öðru plasti.

Heimsins fyrsti Endurnýtanlegi Valkosturinn
í stað Bómullarpinna

Haltu þig við Endurvinnanlegt

Eftir langa og hamingjusama ævi er hægt að endurvinna LastSwab hulstrið ásamt öðru plasti. Pinninn er úr blönduðum hráefnum og er hægt að endurvinna líka. Umbúðirnar úr pappa fá svo framhaldslíf með því að endurvinna þær ásamt öðrum pappa.

í fjölmiðlum

Lestu glæsilegar umsagnir um okkur

"Cute, and incredibly sustainable alternatives for the hard-to-replace bathroom essentials."

"A Reusable cotton swab to combat the billions of single-use cotton swabs"

"It’s good for everything from swiping off eyeliner to post-shower ear cleaning"

Kickstarter

Upphafið

LastSwab var fyrsta varan sem við kynntum og sló hún í gegn á Kickstarter. Stofnendurnir stóðu að umfangsmikilli markaðsrannsókn áður en vöruþróun hófst þar sem niðurstaðan var óyggjandi; endurnýtanlegur pinni ætti aldrei eftir að slá í gegn.

Eðlilega, þá héldu þeir samt áfram og gerðu það samt! Eftir margar frumútgáfur, ár af þróunarvinnu og prófun, þá var varan loksins tilbúin fyrir heiminn. Þannig varð LastSwab fyrsti endurnýtanlegi pinninn sem ögraði einnota risunum.

LastSwab var fyrsta varan sem við kynntum og sló hún í gegn á Kickstarter. Stofnendurnir stóðu að umfangsmikilli markaðsrannsókn áður en vöruþróun hófst þar sem niðurstaðan var óyggjandi; endurnýtanlegur pinni ætti aldrei eftir að slá í gegn.

Eðlilega, þá héldu þeir samt áfram og gerðu það samt! Eftir margar frumútgáfur, ár af þróunarvinnu og prófun, þá var varan loksins tilbúin fyrir heiminn. Þannig varð LastSwab fyrsti endurnýtanlegi pinninn sem ögraði einnota risunum.

FAQ

Allt Sem Þú Vilt Vita

  • Mest Spurt
  • Varan
  • Sjálfbærni

Notaðu & hreinsaðu þinn LastSwab

Notaðu pinnan eins og hefðbundinn bómullarpinna. Hreinsaðu eyrun, aðskildu augnhárin, berðu á krem eða
hvernig sem þú notar pinnana venjulega. Möguleikarnir eru endalausir!

Til að hreinsa pinnan, notaðu smá sápu og vatn og nuddaðu oddinn í 1-2 sekúndur. Skolaðu og settu aftur í stórkostlegt hulstrið og pinninn er tilbúinn til notkunar aftur.

Hulstrið má þrífa af og til með sótthreinsi.

Efni & umbúðir

Oddarnir eru úr hitaþolnu teygjanlegu efni, TPE. það gerir oddana sterka og endingargóða á meðan þeir virka eins vel og hefðbundnir pinnar til að fjarlægja óæskilegar agnir, vax, eða leifar eftir förðun.

Pinninn er úr frauðplasti (polypropylene) sem er styrkt með örtrefjum. Hann endist lengi án þess að brotna. Pinninn er algjörlega án latex efna.

Pinninn kemur í hylki úr endurunnu og vottuðu plasti sem er endurheimt úr hafinu.

Til að gera vöruna enn sjálfbærari eru umbúðirnar vottaðar frá Vöggu til Vöggu og áprentaðar með umhverfisvænu og öruggu bleki.

Sjálfbærni & Kolefnisspor

LastSwab kemur í staðinn fyrir 1000 einnota pinna, svo náttúran er örugg fyrir þeim óþverra. Eftir einungis 35 skipti ert þú kolefnishlutlaus. Samanborið við einnota pinna í umhverfisflokkunum 22 er LastSwab 8,3 sinnum betri heldur en jafnvel umhverfisvænasti einnota pinninn úr pappír eða bambus. LastSwab dregur úr losun CO2 um 83% og vatnsnotkun um 92%. Með öðrum orðum, það er miklu grænni valkostur.

Áfyllingar

Þegar pinninn hefur lifað löngu hamingjusömu lífi, er hægt að halda hulstrinu og einungis skipta pinnanum með refill. Ef þú hugsar vel um hulstrið endist það í 5 ár eða jafnvel lengur.

Sendingar

Sendingarkostnaður er misjafn eftir staðsetningu.

Ef þú ert staðsettur í Bandaríkjunum eða Bretlandi tekur afhending 2-4 virka daga.

Ef þú ert staðsettur í Kanada eða Evrópu tekur afhending 3-6 virka daga.

Ef þú ert staðsettur utan þessara landa tekur afhending 2-10 daga.

  • Sendingarkostnaður er misjafn.
  • Bandaríkin = $4,97 USD
  • Bretland = $4,95 USD
  • Kanada = $7,52 USD
  • Evrópa er vanalega á milli $4,50 USD og $5,50 USD.

Ef þú býrð í Bandaríkjunum, Bretlandi eða Kanada, er pöntunin send frá vöruhúsi innanlands. Ef þú býrð annars staðar verður pöntunin send frá Danmörku.

Sýndu þínum LastSwab umhyggju

LastSwab kemur í staðinn fyrir 1000 einnota pinna. Til að þeir endist eins lengi og búist er við skaltu gæta þess að þrífa þá varlega á milli hverrar notkunar. Notaðu fingurgómana og nuddaðu oddana með sápu og vatni til að hreinsa. Geymið pinnan alltaf í hulstrinu og haldið í burtu frá hita. Hreinsaðu hulstrið með sótthreinsi og aldrei í uppþvottavélinni.

Hönnun & framleiðsla

Allar vörurnar eru hannaðar og þróaðar í Danmörku. LastSwab er framleiddur í Danmörku og Þýskalandi.

Mál vöru

LastSwab er 7,8cm langur og hulstrið er 7,8 x 0,88 cm.

Hulstrið & Endurheimt plast úr hafinu

Hulstrið er úr endurunnu og vottuðu plasti sem er endurheimt úr hafinu. Það þýðir að plastinu hefur verið safnað af ströndum og úr árfarvegi þar sem hætta stafar af því að það berist til hafsins eða í ár. Ekkert upprunalegt plast hefur verið nýtt við framleiðslu á hulstrinu.

Endi líftíma vöru & endurvinnsla

LastSwab pinninn er vandlega hannaður og stranglega prófaður til að endast notkun í allt að 1000 skipti. Hulstrið getur hugsanlega enst lengur og verið endurnýtt með áfyllingu (finndu þær hér) en þegar það er ekki lengur nothæft er hægt að endurvinna það með plasti. Pinninn er úr efna samblöndu sem er hægt að endurvinna samkvæmt PACT COLLECTIVE endurvinnsluverkefninu (US/Kanada). Umbúðir úr pappa fá framhaldslíf ef þær eru endurunnar með pappa.

Einnota vörur & valkostir

Einnota bómullarpinnar úr plasti eða pappír hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Til viðbótar við framleiðslu og umbúðir fara einnota pinnar einnig í gegnum vörugeymslu og flutning einungis til þess að nota og farga strax - stundum samstundis. Á meðan framleiðsluferli stendur hefur notkun hráefna og kolefnislosun veruleg áhrif á plánetuna og knýr hlýnun jarðar, sem flýtir fyrir loftslagsbreytingum. Að skipta yfir í endurnýtanlegar vörur eins og Lastswab gegnir litlu en mikilvægu hlutverki við að lágmarka umhverfisáhrif.

Líftímagreining & núllpunktur

LastSwab er 8,3 sinnum betri fyrir umhverfið í samræmi við umhverfisflokkana 22. Eftir aðeins 35 skipti næst kolefnishlutleysi. Ef þú notar bómullarpinna einu sinni á dag þýðir þetta að það tekur aðeins mánuð að tryggja hamingjusamt og heilbrigt umhverfi. Til að bæta um betur minnkar vatnsnotkun um 92%.

Vegan & sársaukalaus framleiðsla

LastSwab er fullkomlega vegan og er ekki prófað á dýrum. Með notkun á endurnýtanlegum vörum sérð þú til þess að einnota vörur enda ekki í náttúrunni sem fóður fyrir dýrin. Svo þetta snýst ekki einungis um að forðast skaðlegar vörur sem eru framleiddar án sársauka, heldur taka skrefið lengra og skipta út einnota vörum fyrir betri og ljúfari valkosti.

Endurunnið endurheimt plast úr hafinu

Við vinnum með endurunnið plast sem hefur verið endurheimt á tvo vegu. Í fyrsta lagi erum við í samstarfi við samtökin Plastic For Change til þess að fjarlægja 1 pund af plasti með hverri pöntun. Þetta þýðir að tonn af plastúrgangi er fjarlægt úr náttúrunni einungis vegna þess að þú pantaðir. Í öðru lagi endurnýtum við hluta af þessu plasti í hulstrin okkar. Þetta þýðir að við þurfum aldrei að nota plast sem hefur ekki verið nýtt áður og hver hluti ferlisins er hluti af hringrásinni.

Customer Reviews

Based on 1354 reviews
73%
(986)
21%
(287)
3%
(44)
1%
(14)
2%
(23)
M
Margarida O.
Perfect

Both mine and the one for the baby are one of the Best products i've ever bought

M
Margarida O.

Melhor cotonete.

G
Gabriella T.
Wonderful product!

Bought as a gift for my boyfriend because he uses a lot of swabs, so it is the perfect gift for him. Also bought for myself and I am very satosfied with the swab, absolutely love it! The customer service is wonderful, fast and very helpful!

S
SJM
Good job

Works well

H
Hanna E.

All I need

B
Brandt G.
The Best Cotton Swab Alternative

I purchased a set of these for home and travel so that I am never without access to one. Traditional cotton swabs are an environmental nightmare, and this tool replaces them entirely.

A
Alberto
Found one laying on my beach, brought by the waves...

... still wondering if I can re-recycle it ;-)

K
Kate
New case design poor

This is my second Lastswab. The first one is still going strong and I love it but wanted a spare. The swab remains unchanged and is great but the case has had a slight redesign. All the slight changes make the case worse in my opinion and totally spoil the ‘feel’ of the object. The plastic is now thinner and flimsier and less rigid. It also feels shinier, more slippery and harder and doesn’t have the slight Matt texture of the old one. The wonderful internal clips inside that held the swab firmly in place and gave a satisfying and enjoyable clunk when you replaced the swab have been replaced by a loose rest so that the swab flops around inside the case now. Also the old case had a beautiful clunk when closing and two ergonomically pleasing pair of concave finger indents making it a pleasure to open and close and was generally a beautifully designed object functionally and in the hand in using. The new case has lost all of those well-designed nuances and now feels like a cheap and flimsy ‘knock- off’. Such a shame. Little things that make all the difference in using an object daily, to those of us that notice and care about good design, a small pleasure. Such a shame. For me the case was as important as the swab and it has been ruined. This was the red swab and my old one was the blue. No idea if that makes any difference to the plastic used.
Disappointed.